ÍBV á lífi eftir sigur í framlengdum leik

Hákon Daði Styrmisson flýgur hér inn úr horninu á Ásvöllum …
Hákon Daði Styrmisson flýgur hér inn úr horninu á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Eggert

Eyjamenn náðu með frábærri baráttu að halda sér á lífi í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik eftir sigur, 35:33 ,í framlengdum leik í þriðju viðureign liðanna að Ásvöllum í kvöld. Staðan í rimmu liðanna er 2:1 fyrir Haukanna en fjórði leikurinn fer fram í Eyjum á sunnudaginn.

Liðin buðu upp á frábæran leik í flottri umgjörð að Ásvöllum þar sem stemningin var frábær. Eftir að Eyjamenn höfðu átt frábæran leikkafla seinni hlutann í fyrri hálfleik voru þeir tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12.

Haukar voru fljótir að jafna metin í seinni hálfleik og eftir það skiptust liðin á að hafa forystuna. Spennan var gríðarleg á lokamínútunum en Adam Haukur tryggði Haukunum framlengingu. Í henni reyndust Eyjamenn sterkari þar sem Einar Sverrisson skoraði tvö síðustu mörk ÍBV.

Haukar 33:35 ÍBV opna loka
70. mín. Einar Sverrisson (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert