„Hlakka til að spila í Eyjum“

Janus Daði Smárason sækir hér gegn Eyjamanninum Sindra Haraldssyni.
Janus Daði Smárason sækir hér gegn Eyjamanninum Sindra Haraldssyni. mbl.is/Árni Sæberg

Janus Daði Smárason leikmaður Hauka sagði við undirritaðan eftir sigur Hauka á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitu Olís-deildarinnar í Eyjum í vikunni að Haukarnir ætluðu sér ekki að fara aftur til Eyja en Janusi varð ekki að ósk sinni.

Eyjamenn höfðu betur í þriðju rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar að Ásvöllum í kvöld og Janus og samherjar hans verða að gera sér að góðu að fara til Eyja á sunnudaginn.

„Við getum sjálfum okkur um kennt að hafa tapað þessum leik. Við gerðum fullt af mistökum í framlengingunni en ég mest ósáttur með hvernig við misstum undirtökin sem við höfðum á leiknum í fyrri hálfleik. Síðasta korterið í fyrri hálfleik vorum við bara algjörir aular í sóknarleiknum.

Ef við hefðum haldið haus þá hefðum verið verið fimm mörkum yfir í hálfleik en þess í stað misstum við niður forystuna og vorum tveimur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Janus Daði sem var besti leikmaður Hauka í leiknum en hann skoraði 7 mörk og bjó til fullt af mörkum fyrir meistarana.

Eyjamennirnir voru bara klókari en við í framlengingunni. Við fengum á okkur tvo ruðningsdóma og vorum óþolinmóðir. Öll smáatriði telja í framlengingu og nú bíður okkar bara annar skemmtilegur leikur í Eyjum og ég hlakka mikið til hans,“ sagði Janus Daði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert