Öruggt hjá Íslendingaliðinu Aue

Bjarki Már skoraði fjögur mörk fyrir Aue í kvöld.
Bjarki Már skoraði fjögur mörk fyrir Aue í kvöld. Adam Jastrzebowski / Foto Olimpik

Íslendingaliðið Aue sigraði Bayer Dormagen örugglega, 33:22, í þýsku B-deildinni í handknattleik í kvöld. Aue er í fimmta sæti deildarinnar.

Árni Sigtryggsson og Bjarki Már Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson ver mark liðsins og Rúnar Sigtryggsson er þjálfari liðsins. Aue reikspólaði framhjá gestunum en staðan að loknum fyrri hálfleik var 17:10. Heimamenn juku muninn í síðari hálfleik og sigruðu með 11 marka mun.

Oddur Grétarsson skoraði 9 mörk og Anton Rúnarsson 3 þegar Ems­detten tapaði fyrir Friesenheim, 25:24. Ern­ir Hrafn Arn­ar­son var ekki í leik­manna­hópi Ems­detten vegna meiðsla. Anton minnkaði muninn í 25:24 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum og Emsdetten þurfti að sætta sig við tap. Emsdetten er í 9. sæti B-deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert