Áföllin dundu yfir Haukana

Giedrius Morkunas, markvörður Hauka.
Giedrius Morkunas, markvörður Hauka. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrir tveimur áföllum á fyrstu 10 mínútunum í leiknum gegn ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik sem nú stendur yfir í Eyjum.

Á 5. mínútu fékk markvörðurinn Giedrius Morkunas að líta rauða spjaldið. Morkunas kom glannalega út í boltann þar sem Eyjamenn voru á leið í hraðaupphlaup. Morkunas virtist fara í andlitið á Theodóri og á því hafa dómararnir byggt ákvörðun sína.

Á 10. mínútu meiddist leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson illa á hné og var fluttur á sjúkrabörum af velli beint upp á sjúkrahús en óttast er að hann hafi slitið krossband.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert