Sérstakt að vera hinum megin

„Þetta var hörkugaman en sérstakt að vera vera hinum megin í stemningunni,” sagði Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson, leikmaður Hauka, sem tryggði Haukum sigurinn í fjórða leiknum við ÍBV í Eyjum í dag í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik, 30:28.

„Þetta voru hrikalega jafnir leikir en skemmtilegir,” sagði Hákon Daði sem skipti yfir í raðir Hauka um áramótin en hann hefur leikið stórt hlutverk í liðinu í úrslitakeppninni.

„Við þjöppum okkur vel saman þegar áföll dynja á eins og sást í dag,” sagði Hákon Daði en Haukar misstu Tjörva Þorgeirsson af velli  meiddann eftir tíu mínútur og Giedrius Morkunas eftir rúmar 5 mínútur með rautt spjald.

Nánar er rætt við Hákon Daða á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert