Glæsimark Guðjóns Vals (myndskeið)

Guðjón Valur Sigurðsson í kappleik með Barcelona.
Guðjón Valur Sigurðsson í kappleik með Barcelona. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði glæsilegt mark fyrir Barcelona gegn Kiel í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Markið er meðal þeirra fimm bestu sem skoruð voru í síðari leikjum 8-liða úrslitanna að mati sérfræðinga Handknattleikssambands Evrópu.

Markið dugði þó skammt þar sem Barcelona, sem vann Meistaradeildina fyrir ári, féll úr keppni fyrir lærsveinum Alfreðs Gíslasonar þrátt fyrir 33:30 sigur í Barcelona á laugardaginn. Kiel vann fyrri viðureignina með fimm marka mun, 29:24.

Kiel verður þar með í undanúrslitum á Final4 úrslitahelginni í Köln 28. og 29. maí ásamt Kielce frá Póllandi, Róberti Gunnarssyni og samherjum í franska stórliðinu PSG, og Aroni Pálmarssyni og samherjum hans í ungverska liðinu Veszprém sem lék til úrslita fyrir ári gegn Barcelona og tapaði.  PSG hefur fyrr náð svo langt í keppnini. 

Mark Guðjón Vals var afar gott en það er annað í röðinni á myndskeiðinu sem sjá má hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert