Selfoss leikur í efstu deild

Selfoss tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handknattleik eftir sigur á Fjölni, 28:24, í oddaleik í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld. Selfoss er þar með komið í efstu deild á nýjan leik eftir fimm ára veru í 1. deild. Fjölnir var með tveggja marka forskot í hálfleik, 13:11.

Fjölnir hafði þriggja marka þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, 18:15. Eftir það tóku Selfossmenn völdin í leiknum og komust í fyrsta sinn yfir, 21:20, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Á síðustu tíu mínútum leiksins voru leikmenn Selfoss sterkari. Þeir áttu hreinlega meira eftir að kraft en Fjölnismenn sem tapa í umspilsleikjum um sæti í Olís-deildinni annað árið í röð.

Fjölnir 24:28 Selfoss opna loka
60. mín. Guðjón Ágústsson (Selfoss) á skot í stöng
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert