Munurinn mældist í millimetrum

„Ég ótrúlega ánægður með að við skulum vera á ný komnir í deild með þeim bestu. Ég hef beðið eftir því um langt skeið," sagði Helgi Hlynsson, markvörður Selfoss, eftir að liðið tryggði sér sæti í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld með sigri á Fjölni, 28:24, í oddaleik í Grafarvogi. 

Helgi átti stórleik í síðari hálfleik í markinu og átti ekki hvað sístan þátt í Selfoss-liðið sneri leiknum sér í hag og vann. „Ég er afar stoltur af liðinu. Vörnin var sterk," sagði Helgi sem var í liði Selfoss sem lék síðast í efstu deild veturinn 2010 - 2011. 

„Munurinn á liðunum var mældur í millimetrum. Rimman var í heild æðislegt," sagði Helgi.

Nánar er rætt við Helga á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert