Stjarnan styrkist

Elena Birgisdóttir, nýr leikmaður handknattleiksliðs Stjörnunnar.
Elena Birgisdóttir, nýr leikmaður handknattleiksliðs Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Þótt kvennalið Stjörnunnar í handknattleik eigi eftir að leik til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Gróttu þá eru forráðamenn liðsins farnir að huga að næsta keppnistímabili sem hefst í september. Í gærkvöldi skrifaði Elena Birgisdóttir undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið. 

Elena kemur frá Selfossi þar sem hún hefur leikið stórt hlutverk auk þess að vera í U20 ára landsliðinu. Elena er línumaður og einnig öflugur varnarmaður. Hún skoraði 46 mörk í 24 leikjum Selfoss í Olís-deildinni á keppnistímabilinu auk þess að skora fjögur mörk í tveimur viðureignum Selfoss og Gróttu í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert