Uppskera eins til var sáð

„Rimmur liðanna voru jafna en hverju munaði að þessu sinni er erfitt að segja til um. Við höfum reynt að hamra á leikgleðinni og gefast aldrei upp hverju sem á gengur og það skilað sér eflaust að hluta til í þessum sigri," sagði Þórir Ólafsson, hinn þrautreyndi handknattleiksmaður Selfoss og fyrrverandi landsliðsmaður, eftir að hans lið vann Fjölni, 28:24, í oddaleik liðanna um sæti í Olís-deild karla í handknattleik í Grafarvogi í kvöld. 

„Sigurinn hefði getað hafnaði hvorum megin sem var en hvað nákvæmlega færði okkur þennan sigur er ekki gott að segja um. Strákarnir hafa æft gríðarlega vel allt keppnistímabilið. Þeir eru að uppskera eins til var sáð," sagði Þórir. 

Spurður hvort hann ætlaði að leika með Selfoss-liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð sagði Þórir ekki reikna með því. „Nú taka strákarnir við keflinu. Tilfinningin er góð núna og það var gaman að taka þátt í þessum í vetur með strákunum en ég veit að undirbúningstímabilið er eins það er," sagði Þórir glaður í bragði.

Nánar er rætt við Þórir á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert