„Allskyns pælingar í gangi“

Sigurbergur Sveinsson í leik með íslenska landsliðinu. Hugsanlegt er að …
Sigurbergur Sveinsson í leik með íslenska landsliðinu. Hugsanlegt er að hann flytji heim í sumar. mbl.is/Golli

„Ég er ekki búinn að skrifa undir neitt. Ég er bara að skoða það sem er í boði. Það eru allskonar pælingar í gangi,“ sagði handknattleiksmaðurinn Sigurbergur Sveinsson við Morgunblaðið í gær en samkvæmt öruggum heimildum blaðsins hefur hann átt í viðræðum við ÍBV að undanförnu.

Sigurbergur leikur þessa stundina með danska úrvalsdeildarliðinu Team Tvis-Holstebro. Hugurinn leitar hins vegar heim hjá Sigurbergi og líkur á því að hann semji við lið á Íslandi á næstunni.

„Þetta kemur í ljós í allra nánustu framtíð. Mig langar að fara að klára þetta,“ sagði Sigurbergur en hann er alinn upp í Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu 2014 áður en hann hélt utan.

„Það er eðlilegt að maður skoði það sem er í boði og loki ekki neinum dyrum,“ sagði Sigurbergur aðspurður um möguleg félagaskipti til ÍBV. Hefur hann fengið tilboð frá liðum á Norðurlöndunum, þar á meðal norsku meisturunum í Elverum sem munu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það heillaði hins vegar ekki nægilega mikið en einnig hafa borist tilboð frá liðum í Svíþjóð og Danmörku.

Nánar er rætt við Sigurberg í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert