Verður Afturelding meistari í annað sinn?

Afturelding getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.
Afturelding getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag. mbl.is/Golli

Íslandsbikarinn getur farið á loft á Varmá síðdegis í dag þegar Afturelding tekur á móti Haukum í fjórða úrslitaleik liðanna í Olís-deildinni í handknattleik.

Mosfellingar eru 2:1 yfir í einvíginu með með sigri í dag tryggja þér sér Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn en Afturelding varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skipti árið 1999.

Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar en þeir hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tíu sinnum. Allir leikirnir í úrslitarimmunni hafa unnist á útivelli svo það ætti ekki að koma neinum á óvart ef Haukar vinna í dag og tryggja sér þar með oddaleik.

Leikur liðanna á Varmá hefst klukkan 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert