Allt eða ekkert næst

Gríðarleg stemining var að Varmá í gær.
Gríðarleg stemining var að Varmá í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrslitaeinvígi Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, er að verða eitt það eftirminnilegasta um árabil.

Eftir framlengdan spennutrylli í Mosfellsbæ í gær, höfðu Haukar betur 30:29. Það þarf því hreinan úrslitaleik til að fá úr því skorið hvort liðið hampi sjálfum Íslandsmeistarabikarnum og fer sá leikur fram í Schenkerhöllinni á fimmtudagskvöldið.

Leikurinn í gær var nokkuð kaflaskiptur. Haukar voru yfirleitt skrefinu á undan og náðu gestirnir mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik. Leikmenn Aftureldingar eru hins vegar ólseigir og náðu nokkrum sinnum í leiknum að vinna sig upp úr djúpri holu á skömmum tíma. Bæði lið fengu tækifæri til að klára leikinn í venjulegum leiktíma en líklega naga Mosfellingar sig frekar í handarbökin, þar sem lokasókn þeirra var furðulega ómarkviss.

Framlengingin var svo bara áframhald af óbærilegri spennu og það var afskaplega djörf sending Hákons Daða Styrmissonar fram völlinn, sem réði úrslitum að þessu sinni. Elías Már Halldórsson gerði vel að grípa boltann og ekki síðar að koma honum í netið í litlu jafnvægi. Þar með vannst fjórði leikurinn í röð á útivelli og er það nokkuð sérstakt að þessi sterku handboltalið geti ekki nýtt heimavöllinn betur í þessu magnaða einvígi.

Sjá meira um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert