Liðum fjölgar og tvær kvennadeildir

Selfoss verður bæði með karla- og kvennalið í úrvalsdeild næsta …
Selfoss verður bæði með karla- og kvennalið í úrvalsdeild næsta vetur. mbl.is/Gollil

Liðum í deildakeppni Íslandsmóts karla og kvenna í handknattleik fjölgar á næsta keppnistímabili  og þar með hefur HSÍ staðfest að leikið verði í tveimur deildum í kvennaflokki 2016-2017.

Liðin sem sem urðu í sætum níu til fjórtán í úrvalsdeild kvenna í vetur munu leika í 1. deild ásamt Víkingi sem sendir lið til keppni í fyrsta sinn í mörg ár. Reglugerð um mótið var breytt í vor á þá leið að ef liðin yrðu fimmtán eða fleiri yrði spilað í tveimur deildum, og sú varð raunin.

Liðin í kvennaflokki verða því þessi næsta vetur:

Úrvalsdeild: Fram, Fylkir, Grótta, Haukar, ÍBV, Selfoss, Stjarnan og Valur. (Leikin þreföld umferð)

1. deild: Afturelding, FH, Fjölnir, HK, ÍR, KA/Þór og Víkingur. (Leikin þreföld umferð)

Í karlaflokki fjölgar um þrjú lið í 1. deild og þar verða því 11 lið í stað átta á nýliðnu keppnistímabilið. Ungmennalið ÍBV og Akureyrar bætast við og Hamrarnir á Akureyri eru með á ný. Liðin í karlaflokki  verða því þessi:

Úrvalsdeild: Afturelding, Akureyri, FH, Fram, Grótta, Haukar, ÍBV, Selfoss, Stjarnan og Valur. (Leikin þreföld umferð)

1. deild: Akureyri U, Fjölnir, Hamrarnir, HK, ÍBV U, Mílan, ÍH, ÍR, KR, Víkingur og Þróttur. (Leikin tvöföld umferð)

Þar með er 21 lið með í meistaraflokki karla. Haldist fjöldinn í 20 liðum fyrir tímabilð 2017-2018 verður þá fjölgað úr tíu liðum í tólf í úrvalsdeildinni. Næsta vetur gætu því allt að fjögur lið farið upp úr 1. deild í úrvalsdeild karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert