Sandra fer frá Füsche Berlin til Eyja

Sandra Erlingsdóttir og Laufey Grétarsdóttir undirrita samningin í húsakynnum Füsche …
Sandra Erlingsdóttir og Laufey Grétarsdóttir undirrita samningin í húsakynnum Füsche Berlin í kvöld. Ljósmynd/ÍBV

Sandra Erlingsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV um að leika með liðinu næstu tvö árin. Hún kemur til liðsins frá Füsche Berlin í Þýskalandi. ÍBV lýsir yfir mikilli ánægju með komu Söndru.  

Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Sandra verið einn efnilegasti leikmaður landsins og leikið með unglingalandsliðum Íslands. Sandra spilaði í efstu deild með kvennaliði Berlínar í vetur og kemur til með að spila bæði með meistaraflokk og unglingaflokk hjá ÍBV,” segir í tilkynningu frá ÍBV.

Sandra verður átján ára í sumar en hún er dóttir Erlings Richardsonar, þjálfara karlaliðs Füsche Berlin, og Vigdísar Sigurðardóttur sem bæði voru frábærir leikmenn og Erlingur hefur sömuleiðis náð mjög góðum árangri sem þjálfari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert