Gunnar áfram hjá Gróttu

Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu.
Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Gunnar Andrésson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning um þjálfun karlaliðs Gróttu í handknattleik. Þetta staðfesti Gunnar við mbl.is fyrir stundu. 

Gunnar hefur þjálfað karlalið Gróttu undanfarin tvö ár. Fyrra tímabilið vann Grótta 1. deildina með yfirburðum og án þess að tapa leik. Í vetur sem leið hafnaði Grótta í 5. sæti Olís-deildarinnar og lék til úrslita í bikarkeppninni undir stjórn Gunnars. 

Nökkvi Dan Elliðason, ungur liðsmaður ÍBV, hefur ákveðið að ganga til liðs við Gróttu fyrir næstu leiktíð. Þá hafa Styrmir Sigurðsson og Aron Valur Jóhannesson skipt yfir til Þróttar frá Gróttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert