Gunnar og Bjarki dæma í Svíþjóð

Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, dómarar.
Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, dómarar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Handknattleiksdómararnir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson verða dómarar á Opna Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri sem fram fer í Partille í Svíþjóð í byrjun júlí.

Um opið mót er að ræða sem haldið er í tengslum um hið árlega handknattleiksmót unglinga, Partille Cup, sem haldið hefur verið í Partille í Svíþjóð um langt árabil. 

Bjarki segir á Facebook-síðu sinni að það komi á óvart að þeir félagar skuli vera skipaðir eitt af dómarapörum mótsins þar sem þeir hafi nýlega lokið við að fara í gegnum svokallað EHF Young Referee-dagskrá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert