„Vörnin brást okkur“

Árni Bragi Eyjólfsson var drjúgur fyrir Aftureldingu í kvöld eins og áður. Skoraði hann 8 mörk en það dugði ekki til sigurs og Haukar sigruðu í oddaleiknum 3:2 og urðu Íslandsmeistarar í handbolta. 

„Við náðum aldrei upp vörn eða markvörslu í þessum leik,“ sagði Árni spurður um hvað varð helst þess valdandi að Haukar náðu um tíma níu marka forskoti í kvöld áður en Afturelding tók rispu á lokakaflanum og saxaði á forskotið. Haukur unnu 34:31.

„Við skoruðum 31 mark í dag. Í öllum leikjum í vetur hefur það dugað okkur til sigurs nema í úrslitunum á móti Haukum,“ sagði Árni meðal annars þegar mbl.is tók hann tali á Ásvöllum í kvöld en viðtalið við hann í heild sinni má nálgast í meðfylgjandi myndskeiði. 

Árni Bragi í kunnuglegri stöðu.
Árni Bragi í kunnuglegri stöðu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert