Hreinlega geggjað

Hákon Daði er hér að skora eitt af mörkum sínum …
Hákon Daði er hér að skora eitt af mörkum sínum í gær. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er ekki hægt að bera þetta saman en hvort tveggja er æðislega skemmtilegt,“ sagði Hákon Daði Styrmisson, leikmaður Hauka, sem átti frábæran leik gegn Aftureldingu í gærkvöldi og skoraði 10 mörk. Hann var í hópi stuðningsmanna ÍBV á pöllunum á Ásvöllum fyrir tveimur árum en er nú meistari með Haukum eftir að hafa gengið til liðs við félagið í byrjun þessa árs.

„Við vorum frábærir á sama tíma og Aftureldingarmenn hikstuðu allt þar til í lokin að þeir hófu gagnsókn. Við vissum að fyrr en síðar myndu þeir freista þessa að hleypa leiknum upp eins og þeir hafa gert nokkrum sinnum áður. Við stóðumst álagið enda sýndum við aldrei nein hræðslumerki þrátt fyrir að að okkur væri sótt. Þetta er hreinlega geggjað,“ sagði Hákon Daði Styrmisson, hinn ungi hornamaður Hauka, sem fór á kostum með liðinu í úrslitakeppninni.

Sjá fleiri viðtöl við leikmenn Íslandsmeistara Hauka í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert