Reynir tekur við Fram

Reynir Þór Reynisson er tekinn við Fram.
Reynir Þór Reynisson er tekinn við Fram. Eva Björk Ægisdóttir

Reynir Þór Reynisson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik en hann samdi við félagið til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Reynir þekkir vel til hjá Fram en hann lék í markinu hjá félaginu frá 1996 til 1998. Hann var partur af liðinu sem fékk silfur í bikar og tapaði svo úrslitaeinvíginu í Íslandsmótinu gegn Val.

Hann þjálfaði þá meistaraflokk karla tímabilið 2010-2011. Liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar og fór inn í úrslitakeppnina en FH hafði þar betur eftir harða rimmu. Liðið komst þá í undanúrslit bikarsins.

Hann þjálfaði síðast Aftureldingu árið 2012 en var látinn fara ári síðar.

Guðlaugur Arnarsson lét af störfum sem þjálfari Fram á dögunum og tók við Val en Fram tilkynnti í dag að Reynir myndi taka við af honum. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Fram hafnaði í 7. sæti í deildinni á tímabilinu sem var að ljúka. Þá datt liðið út í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert