Aron ungverskur meistari

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Melczer Zsolt

Aron Pálmarsson varð í dag ungverskur meistari með Veszprém þegar liðið gerði jafntefli við Pick Szeged, 26:26, á útivelli.

Þetta var lokaleikur liðanna í úrslitakeppninni og jafnteflið dugði Veszprém til að tryggja sér meistaratitilinn í 24. sinn. Aron skoraði 4 af mörkum sinna manna.

Á dögunum varð Aron Austur-Evrópumeistari með liðinu og í lok mánaðarins leikur Veszprém á „Final Four“-helginni í Meistaradeildinni í Köln og mætir þar þýsku meisturunum í Kiel í undanúrslitunum en Aron lék sem kunnugt er með Kiel áður en hann gekk í raðir ungverska meistaraliðsins fyrir tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert