Sigurbergur og Egill í úrslit

Sigurbergur Sveinsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Þýskalandi.
Sigurbergur Sveinsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Þýskalandi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk þegar lið hans, Tvis Holstebro, tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn í handknattleik með 30:25 sigri sínum gegn GOG í dag. 

Tvis Holstebro sem varð deildarmeistari í dönsku úrvalsdeildinni í vetur hafði einnig betur í fyrri leik liðanna og leikur því til úrslita þar sem liðið mætir annaðhvort Kolding eða Bjerringbro/Silkeborg.

Egill Magnússon er einnig á mála hjá Tvis Holstebro, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í þessum leik. Sigurbergur Sveinsson mun yfirgefa Tvis Holstebro eftir úrslitaeinvígið, en hann mun leika með ÍBV næsta vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert