Nýtt dómarapar

Magnús Kári Jónsson hefur fundið sér nýjan félaga.
Magnús Kári Jónsson hefur fundið sér nýjan félaga. mbl.is/Eva Björk

Nýtt dómarapar á gömlum merg verður til í handboltanum næsta vetur. Ómar Ingi Sverrisson ætlar að flytjast búferlum til Noregs og mun þá hætta að dæma með Magnúsi Kára Jónssyni. Ómar kemur mögulega til með að halda áfram dómgæslu í Noregi. Magnús og Ómar hafa fengið æ stærri verkefni hérlendis síðustu árin og dæmdu til að mynda leik þrjú í úrslitarimmu Hauka og Aftureldingar.

Magnús Kári mun næsta vetur dæma með Hilmari Guðlaugssyni sem getið hefur sér gott orð í þjálfun síðustu árin. Á yngri árum dæmdu þeir saman um hríð og ætla nú að taka upp þráðinn í því samstarfi en munu auk þess báðir halda áfram þjálfun í yngri flokkum í handboltanum. Hilmar þjálfar á Selfossi en Magnús hjá Fjölni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert