Stefán Rafn til Álaborgar

Stefán Rafn í búningi Aalborg.
Stefán Rafn í búningi Aalborg. Ljósmynd/aalborghaandbold.dk

Stefán Rafn Sigurmannsson landsliðsmaður í handknattleik hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Aalborg Håndbold.

Aron Kristjánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, var nýlega ráðinn þjálfari liðsins og þá gengur landsliðsmaðurinn Arnór Atlason til liðs við félagið frá franska liðinu St. Raphaël í sumar.

Stefán Rafn, sem er 26 ára gamall vinstri hornamaður, hefur leikið með þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2012 en þangað kom hann frá Haukum. Stefán Rafn hefur spilað 120 leiki með Löwen í deildinni og í Meistaradeildinni og þá á hann að baki 54 leiki með íslenska landsliðinu.

„Ég hef heyrt margt gott um Aalborg og ég hlakka til að kynnast dönsku deildinni. Ég þekki Aron Kristjánsson sem þjálfaði mig hjá Haukum og landsliðinu,“ segir Stefán á vef Aalborg.


 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert