Aron besti leikmaður Meistaradeildarinnar

Aron Pálmarsson í leiknum gegn Kielce í dag.
Aron Pálmarsson í leiknum gegn Kielce í dag. AFP

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, var valinn besti leikmaður Final Four-úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu sem fór fram í Köln um helgina. Þetta er í annað sinn sem hann hlýtur nafnbótina.

Veszprém hefur átt magnað tímabil til þess en liðið varð ungverskur meistari á dögunum auk þess sem það komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið sigraði þýska stórliðið Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar.

Veszprém tapaði fyrir Kielce frá Póllandi í úrslitum í dag en staðan var 29:29 eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að fara með leikinn í framlengingu. Liðin voru áfram jöfn eftir framlengingu, 35:35, en Kielce hafði betur í vítakeppni.

Aron Pálmarsson var valinn besti leikmaður helgarinnar en þetta er í annað sinn sem hann hlýtur nafnbótina. Hann var valinn bestur síðast árið 2014. Þá var hann einnig í tapliðinu í úrslitaleiknum, tapaði þá með Kiel fyrir Flensburg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert