Kristófer Fannar kominn heim

Ásgeir Sveinsson, formaður handknattaleiksdeildar Aftureldingar, t.v. handsalar samning við markvörðinn …
Ásgeir Sveinsson, formaður handknattaleiksdeildar Aftureldingar, t.v. handsalar samning við markvörðinn Kristófer Fannar Guðmundsson t.h. Ljósmynd/Mosfellingur.is

Handknattleiksmarkvörðurinn Kristófer Fannar Guðmundsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Aftureldingu, eftir tveggja ára veru hjá Fram og þar áður nokkur ár með ÍR. Kristófer er 25 ára gamall og er ætlað að koma í stað Pálmars Péturssonar sem verið hefur annar markvörður Aftureldingarliðsins síðustu tvö árin.

Kristófer Fannar hefur verið einn öflugasti markvörður Olís-deildarinnar undanfarin ár og að baki einn landsleik. Hann lék upp yngri flokkana og alveg upp í 2. flokk með Aftureldingu áður en hann söðlaði um.

Þá greinir Handknattleiksdeild Aftureldingar frá því að þrír af yngri leikmönnum karlaliðs félagsins, Gunnar Malmquist Þórsson, Birkir Benediktsson og Gestur Ólafur Ingvarsson hafi framlengt samninga sína til þriggja ára. 

Afturelding hefur hafnað í öðru sæti úrslitakeppninnar síðustu tvö árin og háði m.a. fyrir skömmu afar jafnt og spennandi einvígi við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert