Guðjón Valur ekki með gegn Portúgal

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins verður ekki með í …
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins verður ekki með í dag gegn portúgalska landsliðinu í Laugardalshöll í undankeppni HM vegna meiðsla. Ljósmynd/ Foto Olimpik

Guðjón Valur Sigurðsson og Vignir Svavarsson verða ekki í íslenska landsliðinu í handknattleik sem mætir landsliði Portúgals í Laugardalshöllinni í dag í fyrri leik liðanna um sæti á heimsmeistaramótinu í sem haldið verður í Frakklandi í janúar. 

Báðir eru þeir meiddir. Guðjón Valur tognaði í aftanverðu læri á æfingu á fimmtudaginn og Vignir meiddist í hné fyrr í vikunni. „Við vildum ekki taka neina áhættu með að tefla þeim fram í dag og eiga það á hættu að gera illt verra," sagði Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarlandsliðsþjálfari í samtali við mbl.is fyrir stundu. „Síðari leikurinn við Portúgal verður ytra og fimmtudaginn og við vonum til að þeir geti verið með í þeirri viðureign," sagði Óskar Bjarni ennfremur.

Flautað verður til leiks Íslendinga og Portúgala í Laugardalshöllinni klukkan 17 í dag og sagðist Óskar Bjarni treysta á að Íslendingar fjölmenni í Höllina og styðji við bakið á landsliðinu í keppni sinni við portúgalska liðið um sæti á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert