Keppnisréttur á HM í húfi í Porto

Aron Pálmarsson sækir að vörn Portúgala í leiknum á sunnudaginn.
Aron Pálmarsson sækir að vörn Portúgala í leiknum á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir portúgalska landsliðinu öðru sinni í kvöld í undankeppni heimsmeistaramóts karla.

Leikurinn fer fram í Porto og verður flautað til leiks klukkan 20 að íslenskum tíma í Dragao Caixa-íþróttahöllinni, heimavelli portúgalsmeistaranna sem draga nafn sitt af borginni. Keppnishöllin er hin mesta gryfja með sætum allan hringinn kringum leikvöllinn.

Eftir þriggja marka íslenskan sigur í fyrri viðureigninni í Laugardalshöll á sunnudaginn, 26:23, er ljóst að fátt má út af bera hjá íslenska liðinu ef það ætlar að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Frakklandi í janúar á næsta ári.

Samanlögð úrslit leikjanna tveggja ráða því hvort liðið tryggir sér keppnisréttinn. Íslenska landsliðið hefur tekið þátt í öllum heimsmeistaramótum í handknattleik á þessari öld að undanskildu heimsmeistaramótinu sem haldið var í Króatíu 2009. Fá landslið hafa tekið þátt í jafnmörgum heimsmeistaramótum á þessari öld og það íslenska.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert