Þorgrímur Smári fer til Noregs

Þorgrímur Smári Ólafsson í kappleik með Fam á síðustu leiktíð.
Þorgrímur Smári Ólafsson í kappleik með Fam á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson hefur samið við norska liðið Runar frá Sandefjord til næstu tveggja ára. Félagið skýrir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Runar leikur í næsta efstu deild norska handboltans á næstu leiktíð. 

Þorgrímur Smári hefur síðustu tvö árin leikið með Fram en hefur einnig m.a. verið með Val og HK. Hann var m.a. markahæsti leikmaður Fram á síðasta keppnistímabili. 

„Á Íslandi hefur handboltalífið mitt einkennst af miklu harki síðustu 5 árin, farið á milli liða og ekki fundið þá festu sem ég hef talið mig þurfa. Finnst mér því spennandi kostur að fara út og byrja sem „óskrifað“ blað í nýju landi. Ég hef líka alltaf sagt að eftirsjáin yfir því að hafa gert hlutina sé betri en að hafa ekki gert þá. Ef allt fer á versta veg kem ég heim eftir þennan tíma reynslunni og tungumálinu ríkari“, segir Þorgrímur Smári m.a. á Facebook-síðu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert