Norðmenn þáðu „wildcard“ á HM

Christian Berge, þjálfari Norðmanna, og leikmenn hans verða með á …
Christian Berge, þjálfari Norðmanna, og leikmenn hans verða með á HM í handknattleik karla sem fram fer í Frakklandi á næsta ári. AFP

Norska handknattleikssambandið hefur þegið boð Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Frakklandi. Norðmenn töpuðu fyrir Slóvenum í undankeppninni í síðustu viku. 

Fyrir heimsmeistaramótið 2015 ákvað IHF að afturkalla þátttökurétt ástralska landsliðsins á HM og bjóða í þess stað sterkara landsliði þátttökuréttinn. Úr varð að þýska landsliðið hreppti hnossið.  IHF ákvað um leið að framvegis yrði einu landsliði veittur sérstakur keppnisréttur, „wildcard. Nú kom það í hlut norska landsliðsins, þrátt fyrir að Christian Berge landsliðsþjálfari hafi sagt eftir tapið fyrir Slóvenum að ekki kæmi til greina að þiggja „wildcard“ inn á HM. Hann hefur nú skipt um skoðun. 

Norðmenn verða þar með í sjötta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á heimsmeistaramótinu í París á fimmtudaginn. 

Skiptingin í styrkleikaflokkana verður sem hér segir:

Í 1. flokki verða: Frakk­land, Kat­ar, Spánn og Þýska­land.

2. flokk­ur: Dan­mörk, Króatía, Pól­land, Slóven­ía.

3. flokk­ur: Hvíta-Rúss­land, Makedón­ía, Rúss­land, Svíþjóð.

4. flokk­ur Bras­il­ía, Egypta­land, Ísland, Ung­verja­land.

5. flokk­ur: Barein, Jap­an, Tún­is, Síle.

6. flokk­ur: Angóla, Arg­entína, Sádi-Ar­ab­ía, Noregur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert