Ísland fer til Færeyja, Austurríkis og Makedóníu

Karen Knútsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu fara til Færeyja, …
Karen Knútsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu fara til Færeyja, Austurríkis og Makedóníu. mbl.is/Golli

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í riðli með Austurríki, Makedóníu og Færeyjum á fyrsta stigi undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Þýskalandi 2017.

Leikirnir í riðlinum, sem verða fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Axels Stefánssonar, fara fram í október, nóvember og desember.

Á þessu fyrsta stigi leika Evrópuþjóðirnar sem ekki náðu í sæti í lokakeppni EM í ár. Um 15 þjóðir er að ræða og drógust þær í fjóra riðla í dag. Tvær efstu þjóðir hvers riðils komast áfram á næsta stig, nema í riðli fjögur þar sem efsta þjóðin af þremur kemst áfram.

Á seinna stigi undankeppninnar bætast svo við liðin af EM sem ekki ná að tryggja sér þar sæti á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert