Rúnar hefur skrifað undir hjá Balingen

Rúnar Sigtryggsson svarar spurningum á blaðamannafundi í dag þegar tilkynnt …
Rúnar Sigtryggsson svarar spurningum á blaðamannafundi í dag þegar tilkynnt var um ráðningu hans sem næsta þjálfara Balingen í þýsku 1. deildinni. Ljósmynd/Facebook-síða Balingen

Rúnar Sigtryggsson hefur tekið við þjálfun þýska 1. deildarliðsins Balingen. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning. Ráðning hans var tilkynnt í hádeginu í dag á blaðamannafundi hjá félaginu. 

Rúnar hefur síðustu fjögur árin þjálfað 2. deildarliðið EHV Aue en það hafnaði í sjötta sæti deildarinnar í vor. Aue tilkynnti í morgun að Rúnar hafi verið leystur undan samningi að eigin ósk. Hann skrifaði nýverið undir nýjan saming við Aue. 

Balingen hafnaði í 14. sæti af 18 liðum 1. deildar á nýliðinni leiktíð. 

Auk þess að þjálfa EHV Aue hefur Rúnar áður þjálfað Eisenach í Þýskalandi, Þór Akureyri og Akureyri handboltafélag auk þess að leik með Víkingi, Val, Þór, Akureyri, Eisenach, Wallau Massenheim og Göppingen í Þýskalandi  og Ciudad Real á Spáni.  Rúnar lék árum saman með íslenska landsliðinu og á að baki 118 landsleiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert