Naumt tap gegn Þýskalandi

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U20 ára landsliðið í hand­knatt­leik karla tapaði fyrir Þjóðverjum, 30:28, í öðrum leikn­um á alþjóðlegu móti sem fram fer í Sviss en þar býr liðið sig und­ir loka­keppni Evr­ópu­móts­ins.

Staðan í hálfleik var 15:13, Þjóðverjum í vil.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur með 6 mörk en markverðir liðsins náðu sér ekki á strik og vörðu aðeins sjö skot. Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson var ekki í leikmannahópnum í dag en Bernharð Anton Jónsson tók sæti hans.

Landsliðið mætir Spáni á morgun í lokaleiknum á mótinu.

Markaskorar Íslands:

Ómar Ingi Magnússon 6
Óðinn Þór Ríkharðsson 5
Elvar Örn Jónsson 3
Arnar Freyr Arnarsson 3
Aron Dagur Pálsson 3
Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
Ýmir Örn Gíslason 2
Hákon Daði Styrmisson 2
Leonarð Þorgeir Harðarson 1

Varin skot:
Einar Baldvin Baldvinsson 4
Bernharð Anton Jónsson 3


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert