Strákarnir sigruðu Sviss

Aron Dagur Pálsson var valinn maður leiksins hjá íslenska liðinu.
Aron Dagur Pálsson var valinn maður leiksins hjá íslenska liðinu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslenska U20 ára landsliðið í handknattleik karla sigraði Svisslendinga, 23:21, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti sem hófst í Sviss í gærkvöld en þar býr liðið sig undir lokakeppni Evrópumótsins.

Ísland komst í 7:2 og var 12:11 yfir í hálfleik. Liðin skiptust síðan á um forystuna en Ísland náði undirtökunum skömmu fyrir leikslok með því að komast í 22:19. Aron Dagur Pálsson var valinn maður leiksins hjá íslenska liðinu.

Mörk Íslands: Óðinn Ríkharðsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Hákon Daði Styrmisson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Dagur Arnarsson 2, Elvar Örn Jónsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Sturla Magnússon 1. Í markinu varði Grétar Ari Guðjónsson 9 skot og Einar Baldvin Baldvinsson 6 en þeir léku hvor sinn hálfleikinn.

Ísland mætir Þýskalandi í dag og Spáni á morgun en Þjóðverjar unnu Spánverja 26:25 í hinum leik gærdagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert