Tveir tapleikir á EM í dag

Hin efnilega Lovísa Thompson úr Gróttu er ein burðarása U18 …
Hin efnilega Lovísa Thompson úr Gróttu er ein burðarása U18 ára landsliðsins sem nú tekur þátt í Opna Evrópumótinu í Svíþjóð. mbl.is/Golli

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði tveimur síðustu leikjum sínum í riðlakeppni Opna Evrópumótsins sem stendur yfir í Gautaborg. Þar með tapaði liðið þremur af fjórum viðureignum sínum og leikur um 13.-18. sætið á mótinu.

Í gær tapaði íslenska liðið fyrir landsliði Rúmeníu, 16:12, en vann Svartfjallaland, 15:9. Í dag tapaði liðið fyrir landsliði Sviss, 14:12, og með tíu marka mun fyrir norska landsliðinu, 24:14. Norska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni og þykir afar sigurstranglegt á mótinu. 

Mörk íslenska landsliðsins í leiknum við Sviss í dag: Sandra Erlingsdóttir 6, Lovísa Thompson 3, Andrea Jacobsen 2 og Elín Ólöf Guðjónsdóttir 1.

Mörk íslenska landsliðsins í leiknum við Noreg: Sandra Erlingsdóttir 6, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Andrea Jacobsen 2, Elín Helga Lárusdóttir 1, Lovísa Thompson 1 og Berta Rut Harðardóttir 1.

Á morgun mætir íslenska landsliðið því slóvakíska og liði Georgíu á fimmtudaginn í keppninni um 13.-18. sæti mótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert