Skiptur hlutur á móti Slóvökum

Lovísa Thompson leikur með U18 ára landsliðinu.
Lovísa Thompson leikur með U18 ára landsliðinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, gerði jafntefli við landslið Slóvakíu, 25:25, á Opna Evrópumótinu í handknattleik í Gautaborg í dag.  Þetta var fyrri leikur íslenska landsliðsins í milliriðli um sæti þrettán til átján. 

Slóvakar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12.  Leiktíminn er lengri í millriðlum en í riðlakeppninni í upphafi móts. Nú standa leikirnir yfir í tvisvar sinnum 25 mínútur. 

Á morgun mætir íslenska landsliðið Georgíu. 

Mörk Íslands í dag: Anna Katrín Stefánsdóttir 9, Lovísa Thompson 5, Andrea Jacobsen 5, Sandra Erlingsdóttir 3, Alexandra Diljá Birkisdóttir 2 og Eyrún Ósk Hjartardóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert