Haukar mæta grískum Evrópumeisturum

Íslandsmeistarar Hauka leika í EHF-bikarnum í september.
Íslandsmeistarar Hauka leika í EHF-bikarnum í september. mbl.is/Styrmir Kári

Haukar mæta eina gríska liðinu sem hefur unnið Evrópukeppni í handbolta í fyrstu umferð EHF-bikars karla í haust. Þeir drógust í gær gegn Diomidis Argous frá Grikklandi sem vann Áskorendabikar Evrópu árið 2012 með því að leggja Wacker Thun frá Sviss í tveimur úrslitaleikjum.

Diomidis hafnaði í öðru sæti grísku deildarinnar í fyrra og fékk silfrið í þriðja sinn á fjórum árum en liðið varð meistari 2012 og 2014.

Liðin mætast tvær fyrstu helgarnar í september og fyrri leikurinn á að fara fram í Hafnarfirði. Sigurliðið mætir Alingsås, einu besta liðið Svíþjóðar, í 2. umferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert