„Þetta mun hjálpa okkur geysilega mikið“

Frá undirritun samninganna í dag.
Frá undirritun samninganna í dag. mbl.is/Freyja Gylfa

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið og Íþrótta og Ólymp­íu­sam­band Íslands und­ir­rituðu í dag ­samn­ing til næstu þriggja ára um stór­aukið fjár­fram­lag rík­is­ins til af­reksíþrótta á Íslandi. Fram­lagið mun hækka í áföng­um úr 100 millj­ón­um á fjár­lög­um síðasta árs í 400 millj­ón­ir á næstu þrem­ur árum og er því um fjór­föld­un að ræða.

Ljóst er að Handknattleikssambandið mun njóta góðs af auknum framlögum, enda eitt af sérsamböndum innan ÍSÍ. „Ég veit að menn hafa verið að skoða þetta lengi. Við erum búin að sjá hvert íþróttaliðið og einstaklinginn stimpla sig inn í afreksíþróttum. Við erum til að mynda að fara með karlalandsliðið á okkar 20. stórmót frá árinu 2000 í janúar,“ sagði Einar ennfremur.

„Það er búið að vinna frábært starf í íþróttahreyfingunni miðað við það að fjármagnið hefur ekki verið svo mikið,“ sagði Einar en hann tekur undir með blaðamanni að Handknattleikssambandinu hafi verið þröng sniðinn stakkurinn fjárhagslega.

„Það er hægt að segja það. Núna er 20 ára landsliðið okkar að hefja keppni á EM í Danmörku og þeir hafa þurft að sjá um fjáraflanir sjálfir fyrir það. Þetta kemur til með að breyta þessu umhverfi og við getum farið að gefa meira í þar,“ sagði Einar en U20 ára landslið karla mætir Rússlandi í fyrsta leik sínum á EM í handknattleik klukkan 18.00 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert