Jónatan aðstoðar Axel

Jónatan Þór Magnússon t.v. í uppstökki í kappleik með Akureyri …
Jónatan Þór Magnússon t.v. í uppstökki í kappleik með Akureyri gegn Fram fyrir nokkrum árum. mbl.is/hag

Jónatan Þór Magnússon verður aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik og starfar við hlið Axels Stefánssonar sem ráðinn var landsliðsþjálfari á vordögum. 

Jónatan hefur undanfarin ár þjálfað handknattleikslið í Noregi en hann flutti heim í sumarbyrjun og verður þjálfari kvennaliðs Þórs/KA á næsta keppnistímabili. 

Jónatan Þór lék árum saman með KA og varð m.a. Íslandsmeistari með liðinu 2002. Auk KA lék Jónatan með Akureyri handboltafélagi, Saint Raphaël í Frakklandi og Kristiansund í Noregi áður en hann tók við þjálfun síðarnefnda liðsins og var um skeið einnig leikmaður samhliða því að spila með liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert