Alexander Petersson kinnbeinsbrotinn

Alexander Petersson kinnbeinsbrotnaði í dag.
Alexander Petersson kinnbeinsbrotnaði í dag. Adam Jastrzebowski / Foto Olimpik

Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson kinnbeinsbrotnaði í æfingaleik með Rhein-Neckar Löwen í dag. Búist er við því að hann verði frá keppni í nokkrar vikur.

Rhein-Neckar Löwen mætti St. Gallen í æfingaleik í dag en liðin undirbúa sig af kappi fyrir komandi leiktíð.

Alexander meiddist illa í leiknum en hann fékk högg í andlitið. Hann var fluttur á sjúkrahús og er ljóst að hann er kinnbeinsbrotinn.

Hann fer í aðgerð á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert