Fimmtán marka skellur

Gísli Þorgeir Kristjánsson (t.h.) var markahæstur.
Gísli Þorgeir Kristjánsson (t.h.) var markahæstur. mbl.is/Golli

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk slæman skell í gær þegar liðið mætti Þjóðverjum í lokaleik sínum í milliriðlakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Króatíu.

Þýska liðið vann með 15 marka mun, 35:20, eftir að hafa verið sex mörkum yfir, 15:9, í hálfleik.

Eftir tvo tapleiki í milliriðlakeppni mótsins er ljóst að íslenska landsliðið leikur um fimmta til áttunda sæti mótsins. Fyrri leikurinn í þeirri rimmu verður við Dani á morgun. Sigurlið þess leiks keppir um 5. sætið en tapliðið um 7. sætið.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert