Gísli og Hafsteinn hættir að dæma

Handknattleiksdómararnir Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson verða ekki í …
Handknattleiksdómararnir Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson verða ekki í eldlínunni á næstu leiktíð. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dæma ekki á Íslandsmótinu í handknattleik sem hefst í næst mánuðu. Þeir hafa ákveðið að leggja skó sína og flautur á hilluna góðu eftir 34 ár sem dómarar en á þeim tíma hafa þeir dæmt um 1.700 kappleiki í öllum aldursflokkum í handknattleik. 

Gísli tilkynnir ákvörðun þeirra á Facebook-síðu sinni fyrir stundu. 

Fáir dómarar hafa verið duglegri við að dæma handboltaleiki á síðustu árum en þeir félagar. Þeir hafa staðið í eldlínunni í úrslitaleikjum jafnt í úrslitum Íslandsmótsins og í bikarkeppninni. Auk þess hefur Gísli verið afar virkur í félagskap dómara og m.a. verið formaður dómarafélagsins. Gísli dæmdi einnig um árabil í knattspyrnu. 

Þeir voru sæmdir gullmerki HSÍ vorið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert