Sárt tap gegn Dönum

Sveinn Jóhannsson lætur vaða á markið.
Sveinn Jóhannsson lætur vaða á markið. Ljósmynd/JóiG

Íslenska U18 ára landsliðið í handknattleik karla tapaði með fimm mörkum gegn Dönum, 33:28, á Evrópumóti 18 ára landsliða í Króatíu kvöld. Tapið þýðir að Ísland mun leika um 7. sætið í keppninni við annaðhvort Spánverja eða Serba kl. 8 á sunnudagsmorgun.

Ísland hóf leikinn af miklum krafti og komst fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en Danir minnkuðu smám saman muninn á ný. Staðan í hálfleik var þó 16:13 Íslandi í vil.

Ísland fékk tækifæri til þess að minnka muninn í fimm mörk í upphafi síðari hálfleiks en það gekk ekki eftir. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum jöfnuðu Danir loksins metin og sigldu svo fram úr íslensku strákunum á lokamínútunum.

Mörk Íslands: Elliði Snær Viðarsson 5, Kristófer Dagur Sigurðsson 5, Ágúst Emil Grétarsson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Teitur Örn Einarsson 4, Sveinn Jóhannsson 3, Sveinn Sveinsson 1, Bjarni Valdimarsson 1.

Varin skot: Andri Scheving 12, Viktor Gísli Hallgrímsson 1.

Teitur Örn Einarsson lætur vaða á markið.
Teitur Örn Einarsson lætur vaða á markið. Ljósmynd/JóiG
Elliði Snær Viðarsson stekkur inn í teig.
Elliði Snær Viðarsson stekkur inn í teig. Ljósmynd/JóiG
Gísli Þorgeir Kristjánsson svífur manna hæst.
Gísli Þorgeir Kristjánsson svífur manna hæst. Ljósmynd/JóiG
Ágúst Grétarsson mundar boltann.
Ágúst Grétarsson mundar boltann. Ljósmynd/JóiG
Ljósmynd/JóiG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert