Gísli skoraði 16 í sigri á Serbum

Bjarni Valdimarsson kominn í opið færi gegn Serbum í sigurleiknum …
Bjarni Valdimarsson kominn í opið færi gegn Serbum í sigurleiknum í morgun. Ljósmynd/JóiG

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann í morgun Serba, 32:30, í leik um sjöunda sæti á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Króatíu. Serbar voru marki yfir í hálfleik, 17:16. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór hamförum í leiknum og skoraði helming marka íslenska liðsins.

Með þessum sigri hefur íslenska liðið tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer á næsta og ári og þátttöku lokakeppni EM 20 ára liða sem fram fer eftir tvö ár. 

Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í fyrri hálfleik í leiknum í morgun. Augljóslega var þreyta í báðum liðum enda löngu móti að ljúka. Það voru þó Serbar sem höfðu yfir í hálfleik, 17:16.

Í síðari hálfleik sóttu íslensku strákarnir í sig veðrið og komust yfir. Þó að Serbarnir væru aldrei langt undan héldu strákarnir forystunni út leikinn og unnu góðan sigur í lokaleik mótsins. Lokatölur 32:30 fyrir Ísland.

Mörk Íslands: Gísli Þorgeir Kristjánsson 16, Teitur Örn Einarsson 7, Elliði Snær Viðarsson 5, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1, Bjarni Valdimarsson 1, Pétur Hauksson 1.

Andri Scheving varði 6 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 1.

Eitt 16 marka Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í uppsiglingu.
Eitt 16 marka Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í uppsiglingu. Ljósmynd/JóiG
Kristófer Sigurðsson opnu færi á línunni í leiknum við Serba …
Kristófer Sigurðsson opnu færi á línunni í leiknum við Serba í morgun. Ljósmynd/JóiG
Alexander Másson fer inn úr vinstra horninu í leiknum við …
Alexander Másson fer inn úr vinstra horninu í leiknum við Serba í morgun. Ljósmynd/JóiG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert