Fundað um handboltavöll

Óvíst er hvar Selfyssingar leika heimaleiki sína í Olís-deild karla …
Óvíst er hvar Selfyssingar leika heimaleiki sína í Olís-deild karla í handknattleik.

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ), sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélag Selfoss (UMFS) koma saman á næstu dögum til að komast að niðurstöðu um aðstöðu Handknattleiksdeildar UMFS fyrir komandi tímabil sem hefst 19. september.

Í Morgunblaði gærdagsins var greint frá því að HSÍ hefði gert úttekt á aðstæðum í íþróttahúsi Vallarskóla þar sem Selfoss hefur spilað heimaleiki sína. Niðurstaðan var sú að aðstaðan uppfyllti ekki kröfur sem gerðar væru til leikja og sá HSÍ engar leiðir til úrbóta.

Það sem úttektin fann að íþróttahúsinu í Vallarskóla var meðal annars að of þröngt væri á svæðunum við hliðarlínuna og að aðstaða fyrir fjölmiðla væri vart boðleg. Þá var bent á að með lagfæringum væri hægt að koma íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands, Iðu, í viðunandi horf fyrir leiki í Olís-deildinni.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert