Eyjamenn unnu Ragnarsmótið

Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur á Ragnarsmótinu og var valinn besti …
Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur á Ragnarsmótinu og var valinn besti leikmaðurinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyjamenn fögnuðu sigri á hinu árlega Ragnarsmóti í handknattleik sem lauk á Selfossi í dag.

ÍBV hafði betur gegn Íslandsmeisturum Hauka, 28:27, í lokaumferðinni í dag og Selfoss lagði bikarmeistara Vals að velli, 33:25.

ÍBV vann alla þrjá leiki sína á mótinu og endaði með 6 stig, Selfoss varð í öðru sæti með 4, Haukar fengu 2 stig og Valsmenn ráku lestina með ekkert stig.

Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV var útnefndur besti maður mótsins en hann varð markahæstur allra. Stephen Nielsen, ÍBV, var valinn besti markvörðurinn, Selfyssingurinn Sverrir Pálsson var útnefndur besti varnarmaðurinn og Elvar Örn Jónsson var valinn besti sóknarmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert