Elvar kominn til Gróttu

Elvar Friðriksson er kominn til Gróttu.
Elvar Friðriksson er kominn til Gróttu. Grótta

Karlalið Gróttu hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta, en Elvar Friðriksson er kominn til félagsins.

Elvar, sem er 30 ára gamall, getur leikið bæði sem leikstjórnandi og skytta, en hann hefur leikið síðustu ár bæði erlendis og heima.

Hann hefur leikið með Val auk þess sem hann hefur leikið með Lemvig og Hammarby.

Hann hefur nú skrifað undir hjá Gróttu og mun leika með liðinu næsta tímabilið en frá þessu var greint á Facebooksíðu handknattleiksdeildar Gróttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert