Grótta með fullt hús stiga

Halldór Logi Árnason, Akureyri, og Aron Valur Jóhannsson, Gróttu.
Halldór Logi Árnason, Akureyri, og Aron Valur Jóhannsson, Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Akureyri tapaði fyrir Gróttu, 20:21, í 2. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld.

Grótta byrjaði leikinn mun betur en Akureyringar voru yfir á kafla undir lok fyrri hálfleiks. Grótta leiddi samt með einu marki í hálfleik en staðan var þá 10:9.

Liðin skoruðu mjög lítið framan af í seinni hálfleiknum en Grótta þó töluvert meira og þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 19:13 fyrir Gróttu. Markvörður þeirra, Lárus Helgi Ólafsson, varði mikið og var maðurinn á bak við þetta góða forskot.

Grótta fór svo að missa menn af velli og með ógnarhraða minnkuðu heimamenn muninn. Tíminn dugði þeim þó ekki en þeir skoruðu lokamarkið þegar tíminn var að renna úr og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokatölur 21:20 fyrir Gróttu.

Seltirningar  byrja mótið vel og eru með tvo sigra á meðan Akureyringar eru stigalausir eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Akureyri 20:21 Grótta opna loka
60. mín. Grótta tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert