Aron og félagar köstuðu frá sér sigri

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Veszprém

Aron Pálmarsson og samherjar hans í unverska meistaraliðinu Vezprém fóru svo sannarlega illa að ráði sínu í leiknum gegn þýska liðinu Flensburg en liði áttust við í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Þýskalandi nú síðdegis.

Leiknum lyktaði með jafntefli, 24:24. Það benti allt til þess að Vezprém færi með sigur af hólmi. Liðið var nánast með unninn leik í höndunum þegar Aron kom sínum mönnum í 24:22, þegar um ein mínúta var eftir en vel studdir af áhorfendur náði Flensburg að jafna metin. Aron skoraði 3 af mörkum sinna manna.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn og höfðu í mörg horn að líta enda um hörkuleik að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert