Brottvísanirnar komu í bakið á okkur

Kári Kristján Kristjánsson tók tapi ÍBV af miklu jafnaðargeði.
Kári Kristján Kristjánsson tók tapi ÍBV af miklu jafnaðargeði. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Tölfræðin talar einfaldlega sínu máli. Við erum einum færri í 14 mínútur sem gerir okkur erfitt fyrir að spila þétta vörn. Síðan gerum við of mörg sóknarmistök sem gerir það að verkum að þeir fá of mörk auðveld mörk úr hraðaupphlaupum,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV, eftir 36:30 tap liðsins gegn FH í fjórðu umferð Olísdeildar karla í handknattleik í dag. 

ÍBV er með fimm stig eftir fjórar umferðir og Kári Kristján var ágætlega sáttur við spilamennsku Eyjamanna heilt yfir í vetur. Þá telur Kári Kristján bjartari tíma framundan hjá liðinu. 

„Það eru fjórar umferðir búnar og við erum með fimm stig sem er allt í lagi. Við söknum Róberts Arons Hostert að sjálfsögðu og við verðum sterkari þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sínum. Það er hins vegar margt sem við þurfum að bæta og þá sérstaklega varnarleikinn,“ sagði Kári Kristján um framhaldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert